...vinir...
Aldís
Birna
Gímald, Latzi og Jenni
Guðný
Jóna
Kristín
Lubba og Gulli
Svöluspjall
Þóra KR.

...tíkin...
úlfamyndir

...ljósmyndun... Áhugaljósmyndarar
Ljósmyndarinn

...matargatið...
Eldhúsið
Matarlist
Himnesk hollusta

...38"...
Trukkurinn

...myndir...
London I
London II
Nokkrar myndir
Fleiri myndir

...sitt af hverju...
Mogginn
Jákvæðni
Bærinn
Sjúkraþjálfun
Skólastrákur

...gamalt bull...
05/01/2003 - 06/01/2003
06/01/2003 - 07/01/2003
07/01/2003 - 08/01/2003
08/01/2003 - 09/01/2003
09/01/2003 - 10/01/2003
10/01/2003 - 11/01/2003
11/01/2003 - 12/01/2003
12/01/2003 - 01/01/2004
01/01/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 03/01/2004
03/01/2004 - 04/01/2004
04/01/2004 - 05/01/2004
05/01/2004 - 06/01/2004
06/01/2004 - 07/01/2004
07/01/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 09/01/2004
09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
05/01/2006 - 06/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007
09/01/2007 - 10/01/2007

Credits
Blogger
Blogskins


fimmtudagur, júní 26, 2003

Jæja, nú er það ljóttttttt. Helduru að ég hafi ekki krassað CAP 232 áðan í svo smátt að við urðum að brenna helv......
Ég hélt að Loftur myndi drepast úr hlátri, ó já honum var skemmt en samt held ég að innst inn hafi honum verið létt að það var ég sem krassaði honum því hann var með hann í láni og ég ákvað að prufa hann aðeins og var ný kominn í loftið og þá varð hann stjórnlaus og skall í jörðina.

Vertu sæll ljúfi prins þín verður ekki saknað.


posted by Bjarturinn at 11:51 e.h. |

~|=|~


þriðjudagur, júní 24, 2003

Við skruppum á Ísafjörð um helgina í afmæli til Einars bróður Bjarts. Það var bara mjög gaman, þessir Ísfirðingar eru stórskrítnir en bara gaman að djamma með þeim. Við fengum okkur gönguferð um bæinn á laugardeginum, Bylgjulestinn var í bænum svo það var alveg fullt af fólki að hlusta á Hreim og félaga í Landi og sonum. Við röltum um miðbæinn og Eyrina og við tókum svo eftir því hvað er rosalega sóðalegt þarna, endalaust rusl á götunum og kringum húsin og mörg gömlu húsin alveg að niðurlotum komin. Það er ekki spennandi fyrir ferðamenn að koma þarna í allt draslið og sérstaklega ekki útlendingana sem koma á skemmtiferðaskipum og ruslið er það fyrsta sem þeir sjá. Mér skildist á bróa Bjarts og konunni hans að skipulagsmál í bænum væru í einhverju ólagi og ekki mikið verið að spá í svona hlutum. En það er búið að gera upp þó nokkur hús þarna og þau eru alveg rosalega flott, alltaf gaman að sjá svoleiðis. Veðrið var alveg ofsalega fínt, sól og blíða en mér fannst nú samt svoldið kalt í hafgolunni. Fannst frekar skrítið að sjá allt fólkið á hlírabolum og stuttbuxum þegar okkur var bara ekkert of heitt, en þetta er kannski þeirra Majorka veður, maður er orðinn svo góðu vanur í sólinni á svölunum að manni verður bara kalt annarsstaðar!!!
Svo er stefnan tekin í Þórsmörk um næstu helgi, það á víst að taka á því í drykkjunni með jeppaferðafélögunum. Er nú samt ekki alveg að nenna að fara ef það verður ekki gott veður, lítið spennandi að vera að fara ef verður svo bara rok og rigning. Svo eru mamma og pabbi á ferðalagi líka, þau voru á Egilsstöðum í gær og þá var búið að vera geggjað gott veður á Héraðinu en þoka og leiðindi niðri á fjörðunum, það eru nú engar nýjar fréttir að það sé þoka á fjörðunum!!
Við Lauey kíktum í labbitúr í Fossvoginum í gærkvöldi í góða veðrinu, það var ekkert smá mikið af fólki þarna, bara eins og á Laugaveginum á góðum degi. Það var ekki svona mikið af fólki þarna þegar ég var sem mest á hjólinu þarna fyrir nokkrum árum síðan, þá var alveg hending ef einhver var á hjóli eða að labba, nú eru allir á línuskautum, alveg stórhættulegt lið!! Það er alltaf fyrir, ekki ég samt þegar ég er á ferðinni =)


posted by Sibba at 6:54 e.h. |

~|=|~


fimmtudagur, júní 12, 2003

Jæja komnir nokkrir dagar síðan ég settist við tölvuna til að skrifa. Vikan er búin að vera alveg æðisleg, alltaf gott veður og gaman. Ég fór í góða veðrinu í gærkvöldi út að hjóla og er verulega illt í afturendanum í dag =) hjólaði í gegnum Elliðaárdalinn og Víðidalinn og upp á Vatnsenda. Það var svo mikið af fólki á leiðinni að þetta var bara eins og Laugavegurinn!! Ég er alltaf á leiðinni í sundlaugina eftir vinnu en einhverra hluta vegna slökknar alltaf á sólinni kl 4 þegar ég er á leiðinni heim svo ég nenni aldrei að fara, hver veit nema ég drífi mig um helgina ef verður gott veður, dreg kallinn með og læt hann synda slatta, hann hefur svo gaman af því þessi elska ;-)
Horfði á landsleikinn Ísland Litháen í gær, þeir stóðu sig bara vel strákarnir og skallamarkið hans Hermans var alveg rosalega flott. Ég er alltaf að bíða eftir að mér sé boðið með í fótbolta (Dóri taktu þetta til þín =)), það var svo gaman síðast. Skil ekkert í þessu liði að vera ekki búið að fara aftur þegar er búið að vera svona gott veður!!
Jæja ég ætla að fara að lúlla mér svo ég verði spræk í vinnunni á morgun


posted by Sibba at 10:41 e.h. |

~|=|~


laugardagur, júní 07, 2003

Við rifum okkur upp í morgun kl 7 og brunuðum af stað í Hvalfjörðinn hálftíma síðar. Við ætluðum að labba upp að Glym en fórum vitlausa leið og löbbuðum Leggjarbrjót í staðinn, sú leið liggur yfir á Þingvelli og við löbbuðum ca 3 km af henni en hún er ca 15 í heildina, við löbbum það síðar. Veðrið var alveg æðislegt, léttskýjað og sól og pínu gola svo það hefði ekki geta verið betra veður að ganga í. Á leiðinni heim stoppuðum við hjá garðyrkjubónda í Mosfellssveitinni og versluðum okkur fleiri sumarblóm, hann átti alveg svakalega fallegar rósir en við vorum ekki með nógan pening, ekkert kortavesen á þessum stað!! Blómin eru öll komin í potta út á svalir og bíða eftir að Bjartur vakni af beautyblundinum sínum til að hengja þau upp.
Er að horfa á Ísland - Færeyjar núna, bara mjög skemmtilegur leikur en vantar alveg mörk ennþá. Færeyjingarnir eru bara nokkuð góðir og vel spilandi. Gaman að sjá Guðna aftur í vörninni, ótrúlegt að maðurinn sé 38 ára hann er í svo góðu formi og alveg merkilega snöggur.
Við erum svo að fara í skírnarveislu á Selfossi á morgun, Bergur og Sonja eru að fara að skíra strákinn sinn. Við vorum eitthvað að spá hvort við ættum að fá okkur göngu í Hveragerði eftir veisluna ef það verður gott veður. Það hefur eitthvað gönguæði gripið heimilið =)


posted by Sibba at 4:48 e.h. |

~|=|~


föstudagur, júní 06, 2003

Óskup er nú notarlegt að vera komin í helgarfrí og meiraðsegja fjögurra daga helgi, vikan er nú samt búin að vera rosalega fljót að líða. Við skelltum okkur á línuskautana eftir vinnu í gær og það var bara ekkert smá gaman. Við fórum upp í Víðidalinn og vorum á göngustígunum þar sem liggja fram með reiðleiðunum þannig að ég fékk hestalyktina í bónus =) Bjart til ómældrar gleði.....nei nei....segi nú bara svona, honum finnst hún líka góð og hann langar alveg jafnmikið í hest og mig. Okkur gekk nú bara nokkuð vel á línuskautunum og duttum aldrei, mér tókst nú samt að slasa mig smá þegar ég lenti á sprungusvæði í malbikinu og tók upp gömul íþróttameiðsl í lærinu, það hlýtur nú samt að lagast fljótlega, ég verð nú að geta sjúkraþjálfað sjálfa mig ;-) Við kíktum áðan í Garðheima og keyptum okkur sumarblóm og skelltum á svalirnar, það tekur sig bara vel út á veggnum, hvur veit nema við finnum okkur fleiri til að skella á svalahandriðið.
Erum að spá í að skella okkur í göngu á morgun í Hvalfirðinum og skoða Glym, það er eins gott að veðrið verði gott svo að við nennum að fara. Ætlum að vakna snemma í fyrramálið og reyna að vera komin heim rétt eftir hádegið, eyða deginum í stúss og grilla svo um kvöldið. Ég á alveg eftir að sjá okkur fara snemma á fætur, við erum svo þekkt fyrir að vera morgunhanar með afbrigðum!!!!
Uppáhaldsþáttur heimilisins er á eftir, American Idol, við fengum nett sjokk þegar síðasti þáttur var af því Rubens var í tveim neðstu sætunum og hann gat því verið sendur heim en sem betur fer fór hann ekki. Við erum alveg viss um að hann vinni því hann syngur langbest og er svo mikil dúlla þessi bangsi.


posted by Sibba at 8:32 e.h. |

~|=|~


sunnudagur, júní 01, 2003

Merkilegur dagur í dag, Hafnarfjörður 95 ára og svo Sjómannadagurinn, til hamingju sjómenn og Hafnfirðingar. Var að setja inn nokkrar myndir hér til hliðar bara svona til að prófa, endilega láta mig vita ef þær eru eitthvað skrítnar, þær eru eitthvað óskírar þegar þær eru litlar en bara fínar þegar þær eru stækkaðar. Já svo kann ég ekkert að stilla hvað þær eru stórar svo þær eru kannski bara alltaf skrítnar!!! Er svoddan tölvusnilli =)
Annars var þetta bara fínasti dagur í dag, rosalega gott veður og ég sat bara léttklædd úti á svölum og var að lesa. Við fórum svo rúnt inní Hafnarfjörð og fórum á Subway og í bíltúr, ætluðum svo að rifja upp gamla takta á línuskautum í kvöld en húsfundur og gestir komu í veg fyrir það, kannski eins gott, það er víst betra að vera ekki í gifsi í vinnunni ;-)


posted by Sibba at 10:47 e.h. |

~|=|~