...vinir...
Aldís
Birna
Gímald, Latzi og Jenni
Guðný
Jóna
Kristín
Lubba og Gulli
Svöluspjall
Þóra KR.

...tíkin...
úlfamyndir

...ljósmyndun... Áhugaljósmyndarar
Ljósmyndarinn

...matargatið...
Eldhúsið
Matarlist
Himnesk hollusta

...38"...
Trukkurinn

...myndir...
London I
London II
Nokkrar myndir
Fleiri myndir

...sitt af hverju...
Mogginn
Jákvæðni
Bærinn
Sjúkraþjálfun
Skólastrákur

...gamalt bull...
05/01/2003 - 06/01/2003
06/01/2003 - 07/01/2003
07/01/2003 - 08/01/2003
08/01/2003 - 09/01/2003
09/01/2003 - 10/01/2003
10/01/2003 - 11/01/2003
11/01/2003 - 12/01/2003
12/01/2003 - 01/01/2004
01/01/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 03/01/2004
03/01/2004 - 04/01/2004
04/01/2004 - 05/01/2004
05/01/2004 - 06/01/2004
06/01/2004 - 07/01/2004
07/01/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 09/01/2004
09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
05/01/2006 - 06/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007
09/01/2007 - 10/01/2007

Credits
Blogger
Blogskins


fimmtudagur, apríl 29, 2004

Nóg að gera í vinnunni þessa dagana, er komin með 4 sjúklinga sem er feykinóg þegar fara 2 tímar í kennslu, 1 í að kenna hóptíma, 1 í mat og þá á eftir að gera skýrslurnar. En allt voða gaman, er að fara að kenna síðasta tímann í vatnsleikfimi á morgun, mér finnst það svo gaman að mig langar ekkert að hætta því. Tek við bakleikfimi í staðinn og það verður vonandi jafn gaman.
Við kíktum svo í heimsókn á Sigga verkstjóra í gærkvöldi, ætluðum nú bara að stoppa í smá til að taka nokkrar myndir og prenta þær út en stoppið varð í 4 tíma, bara í spjall og kaffi/kók drykkju. Gaman að geta bara kíkt í óvænta heimsókn án þess að vera í lestrarstressi.
Bjarturinn stendur sveittur við eldamennskuna meðan konan slórar á netinu, er að fara að hitta stelpurnar í bekknum á Bachelor kvöldi á eftir, lokaþáttur svo það er skylduáhorf. Ég veit reyndar hverja hann velur en það er stemning að hitta liðið!


posted by Sibba at 7:26 e.h. |

~|=|~


mánudagur, apríl 26, 2004

Dugnaður
Við vorum bara nokkuð dugleg og smelltum okkur í laugina áðan, syntum nokkrar ferðir og slöppuðum svo af í barnalauginni. Ótrúlega gott að endurnýja kynnin við laugina, best að láta ekki líða langt þar til í næstu heimsókn. Elduðum svo geggjað kjúklingasalat þegar við komum heim, úff hefði getað gúffað endalaust í mig.
Best að fara og vera dugleg að pikka inn glósur svo ég geti kíkt í gönguferð og í heimsókn á þau gömlu og litið á gróðurhúsið hjá þeirri gömlu.


posted by Sibba at 8:41 e.h. |

~|=|~


sunnudagur, apríl 25, 2004

Árshátíðarhelgi
Jamm fórum á árshátíð hjá BogL í gær á Hótel Selfossi. Lentum á Selfossi um 3 leytið og kíktum á Jarðskjálftahúsið og bílasýningu og það var bara fínt. Fórum svo með Loft og Guðrúnu á KFC að fá okkur smá í gogginn og drepa tímann því fordrykkurinn byrjaði ekki fyrr en 7. Við fengum rosalega fínt herbergi, þriggja manna reyndar og ég veit ekki alveg af hverju, við sváfum nú samt ekki vel því herbergið snéri út að hringtorginu við verslunarmiðstöðina og það var frekar mikill hávaði frá bílunum. Maturinn var mjög góður og Örn Árnason var alveg snilld í verslunarstjórahlutverkinu, söng og reytti af sér brandarana. Skemmtiatriðin voru fín, strákarnir af verkstæðinu voru náttúrlega langflottastir með verkstæðisvísurnar sínar sem þeir sungu af stakri snilld (",) Hljómsveit hússins spilaði svo frameftir nóttu og komu okkur mjög á óvart hvað þeir voru að spila skemmtileg lög. Við vorum allavega meira og minna á dansgólfinu allan tímann, stóðum okkur reyndar svo vel að við vorum spurð hvort við hefðum verið að æfa samkvæmisdansa!!! Veit nú ekki alveg hvaðan sú hugmynd kemur sko! Mér fannst nú samt best þegar Árni Jóns sagði mér að í hvert skipti sem hann sér King of Queens á skjá 1 þá hugsar hann alltaf um mig og Bjart, hehe skemmtileg samlíking! En nú er Bjarturinn kominn upp í sófann með teppi og Bóbó, Bridget Jones Diary í kassanum og allt eins og það á að vera, sjálf þarf ég að fara að undirbúa vatnsleikfimi sem ég á að stjórna í fyrramálið.........styttist í nýja vinnuviku.


posted by Sibba at 3:17 e.h. |

~|=|~


fimmtudagur, apríl 22, 2004

~|=|~


miðvikudagur, apríl 21, 2004

Frábært að fá svona frídag í miðri vinnuviku, mér finnst ég vera komin í helgarfrí! Búið að vera svo geggjað veður í dag að það var alveg synd að vera inni enda nennti ég ekki skýrslugerð eftir vinnutíma og fór út í góða veðrið. Kíkti í Snæland og fékk mér shake og fór svo í bíltúr kringum Hafravatnið, fann mér góðan stað og skellti mér svo út í sólbað með ísinn, alveg snilldar endi á annars góðum degi. Svo var pizzupartý í hádeginu í vinnunni, hefð að kveðja veturinn og fagna sumri með pizzuveislu, hörkugaman að smjatta á pizzum og kynnast aðeins vinnufélögunum.
Stefnan fyrir kvöldið er svo sett á að fara út að borða með bróa og mömmu Bjarts. Morgundeginum verður svo vonandi eytt uppi á Langjökli í góðu veðri með skemmtilegu fólki - getur varla klikkað!


posted by Sibba at 6:40 e.h. |

~|=|~


þriðjudagur, apríl 20, 2004

Bloggleysi
Já það er víst ekkert annað, bara búið að vera blogglaust í heila 8 daga! Það er svona þegar er mikið að gera í verknámi og maður þarf að nýta kvöldin til að skrifa skýrslur og lesa sér til, en ég er að læra alveg fullt svo þetta er voða gaman. Samt alveg ótrúlegur lúxus að þurfa ekki að vera að stressa sig fyrir próf og verkefni, geta bara farið í heimsóknir og dundað sér á kvöldin og um helgar án þess að þurfa að hafa neinar áhyggjur af bókunum.
Ég er búin að vera ansi dugleg að drífa mig út í göngur, dró meirasegja kallinn með í sunnudagsmorgungöngu um síðustu helgi og höfðum gaman af. Annars rölti ég í kringum Elliðaárvatnið á laugardaginn í fínasta veðri, var samt eitthvað svo þreytt að ég lagðist í grasið við vatnsbakkann og svei mér þá ef ég dottaði ekki í einhverjar mínútur. Heilsusamleg ganga já já (",)
Alveg synd að heyra um heilsufarið hjá Maradona, ótrúlegt hvað menn geta farið illa með sig og enda svo í öndunarvél með lungnabólgu og hjartavesen. Var greinilega ekki alveg að höndla lífið eftir boltann. Sá svo í fréttablaðinu áðan að framkvæmdastjóri McDonalds var að deyja úr hjartaáfalli - flott auglýsing fyrir hamborgarana það!!


posted by Sibba at 8:18 e.h. |

~|=|~


mánudagur, apríl 12, 2004

Styttist í hversdagsleikann
Fínasta páskafrí alveg að verða búið, ég er ekki alveg í stuði að fara að mæta aftur í verknám á morgun því nú er ég barasta komin í sumarfrífíling og langar í meira frí. Við fórum í heljarins bíltúr um Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfoss og Hveragerði á páskadag. Það var bara voða fínt, langt síðan ég hef séð þá þrjá fyrstu svo þetta var bara gaman. Við kíktum síðan á mömmu hans Bjarts í Hveragerði og fórum smá rúnt með hana um Selfoss og Hveragerði. Fengum okkur svo kaffi með henni á Heilsuhælinu og líka ís í Eden. Við gerðum svo góða hluti í eldamennskunni um kvöldið - elduðum lambahrygg og hann var svona líka ægilega góður, bara langt síðan við höfum boðað svona gott lambakjöt. Það kom frá Hafdísi og Örvari svo þau kunna greinilega til verka í sveitinni!!
Í dag var svo kíkt í annan bíltúr og nú í Borgarfjörðinn til hennar Halldóru - alltaf gaman að koma í Halldórusveit. Bjartur sökkti sér niður í hestakerrupælingar og við röltum svo um og kíktum á hesta, kýr og rollur. Halldóra bræddi mig svo alveg með því að rétta mér 2 vikna gamla hvolpa, djö hvað mig langaði í einn (verst með nágrannann hehe). Þeir voru algjör rassgöt, voru varla farnir að opna augun og einn ullaði bara á mig hálfsofandi. En við sáum annan taka sín fyrstu skref, svolítið völt en ægilega krúttleg. Ég veit ekki alveg hvað klikkaði hjá okkur með myndavélina þessa helgina því hún barasta gleymdist heima báða dagana, en svona gerist víst þegar maður er kominn á þennan aldur!


posted by Sibba at 10:15 e.h. |

~|=|~


laugardagur, apríl 10, 2004

Trúin og kraftaverk!!!
Já páskarnir eru svo sannarlega trúarhátíð hjá okkur kristna fólkinu og trúnni fylgir því að trúa á kraftaverk. Og í dag gerðist kraftaverk - Krúserinn seldist og við erum búin að fá Landann!!

Hér með trúi ég á kraftaverk (",)


posted by Sibba at 7:22 e.h. |

~|=|~


Langþráð frí
Já það er óskup gott að vera loksins komin í frí. Hélt upp á Skírdag og Föstudaginn langa með því að vera krypplingur sökum túrverkja en það var bara fínt að leggja þessa daga í svoleiss svo ég missi nú ekki úr verknáminu. Við fórum nú samt í pínu bíltúr í gær og kíktum á fiðurfé á tjörninni í Hafnarfirði með brauð í poka. Bjarturinn skemmti sér voða vel við að reyna að lokka gæsirnar til sín og það gekk nú bara vel hjá honum. Ég sat hins vegar á bekk og klappaði ketti sem var að spóka sig í sólinni. Þessi köttur er frekar furðulegur því hann hafði meiri áhuga á að liggja á bakinu og láta klóra sér á maganum en að elta gæsirnar sem Bjartur var búinn að lokka uppá bakkann og voru í 3 metra fjarlægð frá honum!! Það eru greinilega öll dýr vinir í Hafnarfirði (",)
Svo kíkti Ómar í videoógláp í gærkvöldi og við horfðum á Matrix - Revolution. Hún var bara fín en ég er ekkert mikið fyrir svona voða miklar bardagasenur en samt bara gaman.
Annars er stefnan á að taka því bara rólega um páskana, kíkja kannski á mömmu Bjarts í Hveragerði og e.t.v. Halldóru líka í Borgarfjörðinn. Pabbi Halldóru er að smíða hestakerru og Bjartur er voða heitur að fara að skoða hana, mig langar svo alveg agalega mikið til að komast út úr bænum og ekki væri verra að komast í hesthúsið og kannski á bak líka, það væri nú alveg snilld!! Sjáum samt til með þetta allt sökum heilsufars og leti!!


posted by Sibba at 1:29 e.h. |

~|=|~


miðvikudagur, apríl 07, 2004

Súkkulaðihátíð
ó já það styttist í páskahátíðina, eggið er komið í hús og það leggst bara vel í heimilisfólk. Ég er alveg búin að bíða eftir að komast í nokkurra daga frí, það vantaði alveg smá frí eftir prófin svo þessir dagar verða kærkomnir. Við vorum annars bara nokkuð dugleg og fórum í fínan labbitúr um Elliðaárdalinn í gær enda alveg snilldar veður. Alveg týbískt að það verði svo rigning og óskemmtilegheit næstu dagana eins og er í dag. Kíktum svo í ísbíltúr um kvöldið, agalega langt síðan ég hef fengið mér ís, þarf að fara að rifja upp ísstemninguna. Svo hitti ég fyrsta sjúklinginn minn í dag og lýst bara vel á. Kennarinn sem er að hjálpa mér með hann fyrstu dagana er svo ótrúlega klár að ég bara verð agndofa, vildi að ég væri svona agalega klár!

Hvað er annars málið með tölvuvírusa þessa dagana, vírusvörnin er að stoppa svona 70 stk af póstum á dag!! Ég er ekki alveg að fíla svona skemmtanir!!


posted by Sibba at 4:05 e.h. |

~|=|~


sunnudagur, apríl 04, 2004

...sumarið er komið....
....og það bara kominn tími til. Og í tilefni sumarkomunnar þá grilluðum við í kvöld. Það er alltaf jafn gaman að sjá hvernig karlmennskan brýst út hjá bóndanum þegar á að fara að höndla grillið og já mikið óskaplega eru þeir nú duglegir þessar elskur. Bjarturinn stóð við grillið og talaði ýmist í símann eða við Tomma sem var að grilla á efri hæðinni. Á meðan skar ég í salatið og gerði það tilbúið, tók til kartöflurnar og passaði þær í ofninum, fann til sósuna, steikti kjúklingabringur til að hafa í nesti á morgun, setti í þvottavél og hengdi upp það sem var í vélinni auk þess sem ég tók til diska, hnífapör og glös, allt gerist þetta svo á milli þess sem ég gargaði á kallinn að brenna ekki kjötið til tilbreytingar!! Býst fastlega við að Hrefna hafi verið í álíka ham á efri hæðinni fyrir matarboðið. Já þeir eru sannar hetjur þessir drengir!!


posted by Sibba at 9:48 e.h. |

~|=|~


Fínasta helgi að vera búin. Ég fór í vísindaferð með liðinu í sjúkraþjálfun upp á Hrafnistu í Reykjavík á föstudaginn, það var bara rosa gaman að sjá aðstöðuna þar og hitta nokkra í bekknum í leiðinni. Ósk og Bryndís komu svo frá Hrafnistu í Hafnarfirði og það var voða gaman að hitta þær, á ekkert eftir að hitta þær fyrr en ég mæti í vinnuna. Svo voru alveg geðveikt góðar snittur og hellingur af áfengi svo þetta var allt eins og það á að vera =) Eftir að skoða Hrafnistu fórum við í smá rútuferð og enduðum í safnaðarheimili Seltjarnarnesskirkju þar sem hún Kolla Vala var að halda upp á þrítugsafmælið sitt. Það var líka alveg svakalega gaman það, ennþá meira að borða og meira áfengi!! Bjartur kom svo þangað og hitti okkur og hann skemmti sér bara vel. Seint og síðarmeir var svo haldið í bæinn og farið á Hverfisbarinn, þar var stuð og stemning en frúin fór nú bara snemma heim (eitthvað ólíkt mér en jæja!). Heilsan var svo bara nokkuð góð á laugardeginum svo við rúntuðum um bæinn og láum svo bara yfir videoinu, horfðum á American Pie - The Wedding, okkur fannst hún nú ekkert spes og ég var sofnuð þegar kom loksins að brúðkaupinu.
Næsta vika verður örugglega brjáluð í vinnunni, eigum að hitta sjúklinga á þriðjudaginn og taka viðtal þá og svo byrjum við að skoða á miðvikudaginn - er orðin pínu stressuð fyrir þessu en þetta mun allt fara vel. Verður samt gott að hafa bara stutta viku svo maður geti melt allt það sem maður er að fara að sjá og heyra. Ekki verra að næsta vika þar á eftir er líka stutt!!
Annars er ekki ákveðið hvar við verðum um páskana, er alveg til í að vera bara heima. Hef ekki verið heima á páskum síðan ég veit bara ekki hvenær.


posted by Sibba at 11:09 f.h. |

~|=|~