![]() |
Loksins komin helgi og það sko vel kærkomin, ekkert eðlilegt hvað maður verður þreyttur á því að vera þarna á spítalanum, endalaust áreiti. Annars var ég að horfa á aðgerð í dag, það var verið að skipta um mjaðmalið. Það var bara gaman að sjá þetta en þetta eru ekkert smá brútal aðferðir notaðar við þetta. Bæklunarlæknar fá örugglega ekki starfsleyfi fyrr en þeir eru búnir með smiðinn og múrarann því þeir eru bara að steypa og nota hamar og meitil við vinnuna. Frekar sikk gaurar og skondnar týpur. Mér leið nú ekki vel þegar var verið að setja upp mænudeyfingu hjá sjúklingnum, vá ég hef aldrei séð svona hrikalega stóra nál, sá skyndilega þrjá sjúklinga og marga svæfingarlækna þannig að ég rölti nú bara út af skurðstofunni og inn á kaffistofu. Skrýtið hvað er ekkert mál að horfa á fullt af blóði og verið að saga bein og svona en svo er maður næstum í gólfinu við að horfa á eina STÓRA nál!! Get að vísu heldur ekki horft á þegar er verið að skera í gegnum húðina en restin er í gúddí. Var að vísu frekar fegin að hafa verið með nammi með mér því sykurinn hélt mér gangandi, hefði örugglega lagt mig í gólfið ef ég hefði ekki haft mola að smjatta á =) Bæklunarskurðlæknirinn heitir Garðar Orri og er einhverra hluta vegna kallaður Tumi!!! Hringingin á gemsanum hans er "þegar tumi fer á fætur" talandi um skondið lið =)
Svo eigum við Bjarturinn 6 ára afmæli á morgun, já og 3 ára trúlofunarafmæli, jiminn hvað tíminn líður hratt, finnst það gæti nú alveg hafa verið í fyrradag sem við villtumst á ball með Skítamóral á Selfossi.............those wore the days!! Ekkert planað fyrir helgina kemur allt í ljós. posted by Sibba at 10:09 e.h. |
Ég var að búa til nýja gestabók, ég átti að fara að borga fyrir hana og jé ræt að ég geri það!! Hún var nú ekki alveg að funkera í gær en þetta hlýtur að vera komið í lag. Svo nú er skylda að kvitta fyrir komuna og hana nú =)
posted by Sibba at 4:40 e.h. |
Vúhúúúú ég er búin að fá nýju Harry Potter bókina =) Það bankaði maður uppá í gær og rétti mér bókina, almennileg þjónusta sko. Er búin með fyrsta kaflann og þetta lofar góðu, annars er hún alveg skrambi þykk, 750 bls, svo það er svoldið vont að lesa hana uppi í rúmi.
Er að fara í Gripið og greitt á eftir til að kaupa nammi fyrir sjoppuna, hún er eins og eyðimörk eftir að við vorum í prófum og enginn til að kaupa inn. Það er frekar gaman að geta farið í búð og valið fullt af nammi og einhver annar borgar, alltaf verið draumur, verst að mar má ekki borða það líka. Annars er ég að fara á næringarfræðinámskeið á eftir, er ekki alveg að nenna að eyða 3 klst í það og koma ekki heim fyrr en eftir 10, þá er löngu kominn háttatími og Pottertími!!! Fyrirlestur kvöldsins fjallar um fæðubótarefni, finnst frekar fáránlegt að vera að fara að hlusta á konu sem er 1.10 á hæð og 2 kg með skólatösku tala um hvað maður á að borða en svona er þetta. Get ekki beðið eftir að það komi helgi, langar svo mikið að sofa út að þá hálfa væri hellingur. Það hefði alveg verið sniðugt að fá eins og einn dag í frí eftir prófin!! posted by Sibba at 4:39 e.h. |
Já kannski maður bloggist bara tvo daga í röð svona til tilbreytingar!! Það var bara fínt í vinnunni í dag, fáránlegt samt að kalla þetta vinnu því ég fæ nú bara gleðina fyrir að mæta. Þannig að það var fínt í verknáminu í dag, tekur nú svosem tímann að koma sér inn í allt því ég hef aldrei verið að vinna inná spítala áður þannig að þetta virkar nú sem óttalegt kaos. Það fer alveg ótrúlegur tími í endalausa fundi - röntgenfundur, flettifundur, teymisfundur, fjölskyldufundur, brauðfundur, deildarfundur, fræðslufundur - að ógleymdri allri pappírsvinnunni sem fylgir öllum fundunum. En þetta er allt voða gaman og maður lærir helling og þá er tilganginum víst náð. Labba svo bara heim eftir vinnudaginn, ekkert smá gott að komast úr þessu þurra vonda sjúkrahúslofti og í göngu. Alveg spurning með þessa hálku samt, var hálf á hausnum allan Fossvoginn. Held nú samt að einhverjir vinir sem eiga stóra bíla á stórum dekkjum hafi tekið nettann snjóstríðsdans í tilefni snjókornanna sem ég sá í morgun. Efast ekki um að Bjarturinn hafi verið við það að fara á límingunum yfir kornunum, amk miðað við fagnaðarlætinn við að heyra í hagléli í gær!! Það þarf svo lítið til að gleðja hann greyið þessa elsku
posted by Sibba at 5:32 e.h. |
Já halló halló, hún er á lífi stelpan. Ég er búin að vera í heillangri bloggútlegð meðan á próflestrinum stóð. Þetta gekk bara allt saman alveg hreint með ágætum, hef samt aldrei á minni æfi orðið jafn rosalega stressuð og það skemmtilega var nú að ég var sko langstressuðust fyrir léttasta prófið en það er önnur saga. Einkunnirnar koma svo von bráðar, amk fyrir jól =) Byrjaði svo í verknámi í dag, fékk heilan dag til að jafna mig eftir geðveika prófatörn svo ekki sé nú minnst á jammið á laugardagskvöldinu. Fór fyrst til Ólafar í partý og þaðan á Gaukinn, Land og synir voru að spila og það var alveg hörku stuð. Alltaf gaman að djammast með liðinu í bekknum það vantar sko ekki!! Annars verð ég í verknámi næstu 8 vikurnar og næstu 4 vikurnar verð ég á bráða öldurnardeild á Lsp í Fossvoginum. Lýst bara vel á þetta svona við fyrstu sýn, annars er ég nú nokkuð vön að vinna með gömlum þannig að þetta er ekkert allt nýtt en það er nú allt í góðu meðan maður er að venjast þessu. Þetta mun allt fara vel og vera gaman og lærdómsríkt. Annars er ég bara við það að komast í jólaskap vú hú.............senn koma jólin.............senn koma jólin...........koma þau senn............koma þau senn =) =) =) Og það skemmtilega er að ég hef tíma til að föndra jólakortin og njóta þess að það eru að koma jól!!!!
Matartími.................................. posted by Sibba at 9:02 e.h. |
Aftur komin helgi, það er bókstaflega alltaf helgi. Það er orðið ótrúlega stutt í prófin, í dag eru 13 dagar í fyrsta prófið og 20 dagar þar til ég verð búin, og bara sjitt hvað ég á eftir að lesa mikið. Ég veit eiginlega ekki alveg hvenær ég á að lesa allt sem ég á eftir að lesa en samt er ég búin að vera alveg frekar dugleg þessa önnina. Veit heldur ekki hvenær ég á að læra allar aðferðirnar og öll sérprófin og allt það sem ég á eftir að fara betur í fyrir verklegu prófin, æ þetta er ljóta vitleysan.
Fór í boltann í gær og það var bara hörkugaman, það mættu alveg 12, hafa aldrei verið fleiri enda litla íþróttahúsið bara fullt =) Það er komið á hreint að ég fer á Lsp - Fossvogi í verknámið. Byrja þar 28 október og klára 20 desember. Það verður alveg ótrúlegt að eiga frí um helgar og þurfa ekki að stressa sig á lestri eða prófum. Það verður samt alveg örugglega hellings skýrslugerð samhliða verklega þættinum en það verður að hafa það, það þarf að læra það líka víst. Þetta verður bara gaman. Er orðin spennt að sjá Idol - stjörnuleit á eftir, alltaf snilldarþættir, mættu samt sýna fleiri syngja en ekki bara þeir strákarnir að tala og tala. Þetta verða skemmtilegri þættir þegar er komið lengra og færri verða eftir. Jæja best að halda áfram að stara á bækurnar, það minnkar stressið og maginn róast. posted by Sibba at 7:59 e.h. |
|