fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Jæja þá styttist í jeppaferðina, Bjarturinn búinn að vera pungsveittur (eins og Steini orðar það svo fallega í gestabókinni) við að koma Krúsa í "fullkomið stand", búið að versla nestið og taka til einhver föt og svoleiss þannig að þetta er allt að koma. Verður örugglega frekar skrýtið að vera í svona stórum hópi en ekki bara með strákunum eins og vanalega, en það verður bara gaman.
Það var rosagaman að fylgjast með bakaðgerðinni, var ekki hrifin af þessum fjandans nálum en þetta var alltí gúddí. Blæddi helling og ég hafði það af líka, er nú óttaleg hetja stelpan.
Er að horfa á Bachelor, hún er alveg ótrúleg tík þessi Kirsten. Svipurinn sem kom á hana þegar Andrew var að spyrja um kærastann hennar..............hún hefði geta drepið með þessu augnaráði. Ekkert smá óþolandi týpa.
Er ekki enn búin að föndra meira en eitt jólakort, skrítið að loksins þegar það er tími til að föndra allt jóladótið sem mig hefur langað til að dunda mér við síðustu árin þá bara ligg ég í leti og nenni ekki neinu. Hlýt nú samt að hafa það af fyrir jól en ef ekki þá bara verða engin jólakort þetta árið, það koma jól fyrir því og mér þykir samt vænt um ykkur öll =)
posted by Sibba at 10:51 e.h.
|
~|=|~
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Klinikin er loksins búin, gekk bara mjög vel þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi aðeins geta verið með í anda. Finnst núna eins og ég sé bara komin í jólafrí og þurfi ekkert að hafa fyrir lífinu næsta mánuðinn en það er nú víst öðru nær. Er að fara að horfa á aðgerð á baki á morgun, verið að fara að spengja saman L5 og sacrum, verður örugglega rosa gaman að horfa á það, vona bara að ég haldi mér uppistandandi ekki svo sniðugt kannski að vera að fara að horfa á nálar og blóð klukkan 8 að morgni.
Takk fyrir fallega kveðju í gestabókina Dóri minn, fékk svo nett hláturskast þegar ég las það sem Steini skrifaði. Nei veistu Steini minn mér er ekki alltaf hlátur í huga þegar drengurinn kemur heim með fréttir um allt draslið sem þarf alveg bara nauðsynlega að kaupa í krúsa, þú veist nú um öll bráðnauðsynlegu heimilistækin sem hafa verið keypt upp á síðkastið. Það er nú samt óskup gott fyrir þig að geta bara hringt á verkstæðið og pattinn í ábyrgð þó svo að ég finni nú til með þér að vera í þessu veseni sko, myndi ekki nenna að standa í því sjálf!!
Er annars byrjuð á bæklunardeildinni og gengur bara fínt, samt ótrúlega ólíkar deildir bæklun og öldrun, allt einhvernvegin miklu rólegra á bæklun og ekkert gamalt heilabilað fólk að elta þig um alla ganga og röfla í þér. Kennarinn er bara fínn, allt önnur týpa en sú á öldrun sem ég b.t.w er farin að kunna ótrúlega vel við þrátt fyrir allt óskipulagið. Þetta verður bara fínt, nú eru bara 3 vikur og 3 daga eftir, ótrúlega fljótt að líða.
posted by Sibba at 6:00 e.h.
|
~|=|~
mánudagur, nóvember 24, 2003
Dóri er búinn að setja myndir frá ferðinni inná 4x4, hér er linkur á þær
posted by Sibba at 5:46 e.h.
|
~|=|~
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Jæja jæja, ég var að búa til nýja gestabók og nýtt myndaalbúm. Hin gestabókin var ekkert að virka að sögn Dóra og gamla myndaalbúmið var hundleiðinlegt, svo hana nú, ætla að reyna að láta þetta verða endanlega gestabók og myndaalbúm =) Það eru einmitt komnar nokkrar myndir frá jeppaferð gærdagsins. Við fórum með Steina, Alexander, Tóta, Hilla og Dóra uppá Langjökul á 4 bílum, allir komu til baka í misgóðu ástandi og ekki allir fyrir eigin vélarafli. Sorrý Steini en það var bara fyndið þegar Bjartur söng í VHFið "því eitt sinn verða Patrolar að deyja" múhahaahahahahaha. Veðrið var alveg geggjað og útsýni gott til allra átta, sáum til Vestmannaeyja í suður og mér fannst ég kannast við Snæfellsjökul í vestri en er samt ekki alveg viss. Ferðin var nokkuð söguleg fyrir þær sakir að skyndilega uppá miðjum jökli vantaði loftdælu til að koma lofti í dekkið hjá Dóra (svo þungur farþegi með honum!!) en þá var enginn með virka loftdælu nema Steini og hans bíll var skilinn eftir á miðri leið. En menn dóu ekki ráðalausir, rafmagnið í loftdæluna í Krúsa kom úr vírnum sem einu sinni var notað í NMT símann bílnum hans Dóra, slangan var svo búin til úr rúðupiss slöngu frá Dóra, slöngu úr olíuöndun fyrir vélina úr Krúsa og ein slangan kom úr öndun á framdrifinu hjá Tóta (ekki góð í þessu bílamáli sko). Sannkallaðir jeppamenn með allan útbúnað í lagi, og ef ekki þá er þessu bara reddað. Fólk hefur samt almennt haldið að Krúsi væri alltaf bilaður því Bjarturinn var nokkuð reglulega með nefið í húddinu og botninn út í loftið en Krúsi var nú samt sá eini sem komst bara nokkuð heill úr þessari ferð ( 7-9-13-14-15-16-17..............) Annars var þetta bara mjög skemmtileg ferð í skemmtilegum félagsskap og takk fyrir daginn strákar. Svoldið skrítið að vera ekki í Krúsa en það var bara fínt að vera með þér í bíl Dóri minn, reyndi svoldið á raddböndin og suðið í eyrunum eftir allan hávaðann er nýhætt en þetta var voða gaman, takk fyrir mig minn kæri.
Fórum svo á jólahlaðborðið með BogL um kvöldið, vorum mætt þangað klst eftir að við komum í bæinn. Vorum nú bara ekki í neinu stuði til að vera þar svo við borðuðum og létum okkur svo bara hverfa. Fínn matur en var ekki að nenna að vera þarna.
posted by Sibba at 6:40 e.h.
|
~|=|~
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Sá svona sniðugar spurningar hjá henni Aldísi svo ég bjó til nokkrar skemmtilegar sem eru hér fyrir neðan jólasveininn, endilega að svara =)
Búið að fresta klinik þar til á þriðjudag sökum fundarhalda hjá kennara vorum. Skýrslan er við það að vera tilbúin og allt að verða reddý. Er nú orðin frekar stressuð en þetta hlýtur að reddast.
Við erum að fara með 4x4 í jeppaferð í Setrið um þarnæstu helgi, er farin að hlakka fullt til því þetta verður örugglega svaka gaman, vona bara að það verði kominn snjór. Erum líka kannski að fara með Dóra, Steina og einhverjum fleirum í ferð á laugardaginn. Svo er jólahlaðborð með BogL um þessa helgi og bekkurinn að fara í heimsókn til Lindu og Halldóru í Hólminn um þarnæstu helgi, er frekar fúl að missa af þeirri ferð en það verður bara að hafa það, langar meira í jeppaferðina.
Hélt mér vakandi til 22:30 í gærkvöldi og er bara nokkuð stolt af því, hef ekki vakað svona lengi í fleiri daga. Er eitthvað þreyttari en vanalega þessa dagana.
posted by Sibba at 9:15 e.h.
|
~|=|~
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Nú eru bara 3 daga eftir á öldrunardeildinni, nei reyndar 4 því kennarinn vill fá að hafa mig á mánudaginn líka, gaman að því. Búið að ákveða að klinikin verður á mánudaginn, búið að troða henni á milli funda hjá blessuðum kennaranum =) Er nokkurnvegin búin með skýrsluna, bara fínpússning eftir.
Er frekar illt í öxlinni eftir sundferðina í gær. Afrekssundfólk eins og ég og Örn fáum í axlirnar við að svamla þetta. Er ekki búin að greina hvað hefur komið fyrir en grunar að supraspinatus sinin hafi klemmst, kanna það betur þegar er hætt að finna til. Verð að fara að styrkja rotator cuff settið því liðböndin eru eitthvað í slakari kantinum. Gaman aðessu!!!!
Var á stórskemmtilegum teymisfundi í dag, þar var verið að tala um geymslustaði fyrir gamalt fólk og þar var Sóltún til umræðu. Elliheimilið fær þvílíka styrki frá ríkinu og er víst bara nokkuð vel rekið og fólki líður vel þarna nema hvað. Liðið sem stjórnar þessu neitar að taka við erfiðum sjúklingum til að geta haft sem fæst fólk í vinnu við að hugsa um liðið og ekki nóg með það, heldur neitar fólkið líka að taka við einstaklingum sem eru á dýrum lyfjum til að spara peningana sem heimilið fær frá ríkinu. Dýrustu lyfin eru heilabilunar og parkinson lyf sem annar hver eldri einstaklingur er á!!!! Alveg heilbrigt ástand í þjóðfélaginu!!
posted by Bjarturinn at 6:34 e.h.
|
~|=|~
mánudagur, nóvember 17, 2003
Hafði það loksins af að fara í laugina áðan, meeeeen hvað það var gott. Bjarturinn dreif sig með og lagði sig í heita pottinum meðan húsmóðirin synti eins og brjálæðingur. Á engar linsur núna, ekki það skemmtilegasta sem ég veit að fara í sund og sjá ekki neitt. Frekar óþægilegt að sjá ekki einu sinni hvort er einhver að synda 10 metrum fyrir framan =) Beið svo bara og beið eftir að Bjarturinn kæmi úr pottinum því ég sá ekki einu sinni heita pottinn haha gaman aðessu =)
Hópæfingar dagsins gengu bara vel og allir ánægðir. Lag dagsins var "Í Hlíðarendakoti" allir sungu með og höfðu gaman að. Er ekki alveg að fíla það að vera forsöngvari í svona hóp þar sem heyrist ekki neitt í neinum en læt mig hafa það. Klinikin verður á mánudaginn, gott þegar það verður búið og bæklunardeildin og jólaföndrið tekur við vúhúúúúú.
Kíkti í heimsókn á gamla settið í dag, ekkert nýtt þaðan. Við mútta ætlum að taka föndurbúðarúnt hvað úr hverju, hún var eitthvað að tala um að splæsa jólakeramiki á elsku dótturina............segi nú ekki nei við svoleiss gleði =)
posted by Sibba at 9:07 e.h.
|
~|=|~
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Búin að sofa til hádegis bæði laugardag og sunnudag, amm hvað það var nú ljúft. Fórum í bíltúr í gærkvöldi og fórum uppá Úlfarsfell, það var alveg geggjað veður og ekkert smá flott norðurljós. Hef aldrei séð svona flott norðurljós á höfuðborgarsvæðinu, eru alltaf svo miklu flottari úti á landi því það er jú ekkert almennilegt myrkur í bænum. Svo fórum við í labbitúr í kringum Rauðavatn áðan, frekar kalt en samt rosagott að komast út. Hittum ekki sálu á leiðinni og engan hest eins og ég var að vona, þeir hafa vit á því að vera ekki að fara út að skokka í svona kulda =)
Nú er bara ein vika eftir á öldrunardeildinni, hún verður alveg örugglega fljót að líða eins og hinar. Verður rosagott að losna við allt óskipulagið en ég á samt eftir að sakna deildarinnar smá, voða fínt fólk sem vinnur þarna og virkilega vel hugsað um gamla fólkið. Ég á alveg örugglega eftir að græða á þessari veru þarna ef ég fer upp á Hrafnistu eitt sumarið enn eins og allt virðist stefna í.
Var að fatta það í gær að ég á aldrei eftir að taka vorpróf aftur þannig að ég er að græða tvenn vor í lífi mínu ekki bara tvenn jól. Það er aldrei neitt skemmtilegt að gerast í mars og október svo það er bara ótrúlega fínt að klára prófin af þá þó það sé strembin törn.
Best að fara að finna eitthvað smellið til að vera með í hópæfingunum á morgun =)
posted by Sibba at 2:54 e.h.
|
~|=|~
föstudagur, nóvember 14, 2003
Jább það er komin einn sætur jólasveinn í heimsókn á síðuna, blikkar svo sætt og lofar einhverju sætu í jólasokkana =) Það á eftir að fjölga jóladótinu hérna smátt og smátt því ég er algert jólabarn, er nú samt illa við allt jóladótið sem er búið að setja upp í Kringlu og Smáralind, það er bara ekki kominn jólatími í byrjun nóvember og hana nú!!
Er bara ekki búin að gera neitt skemmtilegt síðustu dagana, bara vinna, labba heim, borða, lesa og sofa. Alveg merkilega ljúft líf, gæti alveg vanist þessu. Svo er burrinn bilarður, forhitarinn ekki kominn í lag ennþá og svo bara hrundi kúplingin akkúrat þegar ég var að keyra og bara gat ekki keyrt, sem betur fer var ég bara rétt hjá heima svo Bjarturinn kom hlaupandi og bjargaði mér :)
Ætla að reyna að klára sem mest í klinik skýrslunni um helgina þó svo að ég eigi ekki að skila henni fyrr en á mánudag eftir viku, fínt að vera búin með sem mest ef hinum óskipulagða kennara mínum dytti í hug að breyta einhverju skyndilega. Talandi um skipulag kennarans þá var ég með hópæfingar í gær, ég sem hata að standa fyrir framan fólk og tala eða gera eitthvað og hef þar fyrir utan aldrei verið verið með hópæfingar fyrir gamalt lið sem situr bara í stólunum. Kellan vissi alveg að ég hafði aldrei gert þetta áður og þess vegna hélt ég að hún ætlaði að vera með tímann og ég myndi svo vera með þær næst. En nei nei, þegar við vorum búnar að raða upp liðinu þá bara heyrist í kellu: "jæja góðan daginn, nú ætlar hún Sigurbjörg að vera með hópæfingar". Það munaði engu að ég hefði kafnað útaf hjartanu sem skyndilega stíflaði hálsinn. En þetta reddaðist nú allt og allir voru glaðir, sungum í lokin "Ljúfa Anna" og ég var sú eina sem kunni allann textann!!! Þakka alltaf meira og meira fyrir öll árin á elliheimiliunum því annars hefði ég gefist upp á kellu fyrsta daginn. Er að spá í að segja nú eitthvað við kennarann sem kemur úr skólanum til að heyra hvernig gangi í verknámi en veit ekki alveg hvað samt!! Kannski ég þoli ekki svona óskipulag af því ég verð að hafa allt skipulagt.............jú jú gæti alveg verið. Ég er alltaf eins og ritari fyrir kelluna því hún veit aldrei hvar hún skilur möppuna eftir, hvað þá peysuna sína eða liðmælinn!!!! Svona fólk!!!!!
posted by Sibba at 10:47 e.h.
|
~|=|~
mánudagur, nóvember 10, 2003
Sá tvo stráka vera að vinna draumadjobbið áðan. Þeir gengu um fótboltavöll í Fossvoginum með stórskrýtnar "ryksugur" og voru að týna upp gæsaskít. Meira svona skítsugur þá!!!
posted by Sibba at 4:59 e.h.
|
~|=|~
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Ekkert nýtt að frétta úr verknáminu, ég á að hafa kliník eftir 2 vikur um eina sjúklinginn sem ég er búin að vera með ein. Það verður ágætt að vera bara búin með þetta og þurfa ekki að vera að hugsa um svona vesen þegar jólastemningin verður komin í hús og ég að föndra á fullu. Það væri samt gott að kennarinn hefði það á hreinu hvað ég á að gera í þessari blessuðu klinik því hún á náttúrlega að hjálpa mér..........þetta hlýtur allt að reddast.
Skrópaði á Þjálfa á föstudaginn og skammast mín ekkert fyrir það, hitti Lindu áðan og það var víst bara voða gaman, hún var komin heim uppúr 3 og Halldóra og Kristín líka þannig að ég trúi því varla að það hafi verið geggjað stuð af því þær eru vanalega að skríða heim á sama tíma og Fréttablaðið kemur inn úm lúguna!!!
Er alveg að fara að byrja á jólakortaföndrinu, komin með allt efnið en á eftir að forða skóladótinu svo það sé pláss fyrir allt föndurdótið =) Allt í vinnslu.
Er farin að sakna sundlaugarinnar, hef ekki farið í 16 daga, það er svona að vera aldrei á bílnum!!
posted by Sibba at 3:43 e.h.
|
~|=|~
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Horfði á aðgerð í dag, var verið að skipta um hnélið. Það var bara hörkugaman, skrítið að sjá inní liðinn og sjá öll krossböndin og hin liðböndin. Það sjást allt svo miklu betur í þessari aðgerð en í mjaðmarprótesunni enda ekki eins mikið af vöðvum og fitu að þvælast fyrir. Þessi læknir var samt ekki eins skemmtilegur og Tumi af því hann var ekkert að hafa fyrir því að segja okkur hvað hann var að gera eins og Tumi gerði. Aðstoðarlæknirinn var ekkert smá stór, ég náði honum ekki upp að öxl og hann rak sig uppundir ljósin sem eru yfir skurðarborðinu, hann er svo kallaður Lilli, hæfir vel bara. Svo til að halda viðtekinni fundarvenju þá fór ég á fund félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu, teymisfund og fjölskyldufund. Alveg merkilegir þessir fundir, þeir gangast manni nú samt meira núna en þeir gerðu fyrst af því nú veit maður betur hvað er að gerast og hvert hlutverk hverrar starfsstéttar er þarna. Finnst samt skrítið að vera þarna í 8 klst og hitta engann eða kannski bara 1-2 sjúklinga. Það er svoldið annað en á Hrafnistu þar sem koma 20-30 milli 9 og 12 og svo slatti eftir hádegi líka þannig að það er alltaf allt á fullu.
Svo er Þjálfaárshátíðin í skólanum á föstudaginn, er ekki alveg ákveðin í hvort ég fer eða ekki. Miðinn kostar náttúrlega sitt og áfengið líka, æ djamm kostar alltaf meira en maður ætlar og ég er eiginlega ekki alveg að tíma að eyða í djamm núna. Langar að fara í jeppaferð um helgina, orðið langt síðan ég hef farið eitthvað út úr bænum því miður af því við fórum ekkert eftir prófin eins og mig langaði svo. Illa farið með mig!!!
Jæja ætla að halda áfram með potterinn, er bara komin á bls 100 þannig að það eru 650 eftir =D
posted by Sibba at 8:03 e.h.
|
~|=|~
mánudagur, nóvember 03, 2003
Jæja enn ein helgin búin og komin ný vinnuvika. Er að verða nett pirruð á þessu verknámi, líkar ekki svona óskipulag. Ég á að mæta á fund með sjúkraþjálfurum í öldrunarþjónustu í fyrramálið á Landakot en veit hins vegar ekki enn klukkan hvað né nákvæmlega hvar ég á að mæta. Er ekki alveg að höndla svona óskipulag =( En þetta hlýtur nú allt að blessast!!
Eyddi dágóðum tíma í strætó í dag, tók strætó frá Hlemmi og var ca 35 mínútur með fjarkanum uppí Mjóddina og þaðan er ég ca 15 mín að labba heim. Þetta gera um 50 mínútur sem er ca sá tími sem hefði tekið mig að labba alla leiðina heim!!! Þannig að tilgangurinn með strætóferðum síðustu daga er orðinn mjög lítill, ef væri ekki svona djöfulli kalt úti og ég lítið gefin fyrir svona mikinn kulda þá hefði ég nú sparað mér strætóinn!!! Það er samt eitthvað svo ljúft við að sitja í strætó, bara að sitja og horfa á fallegt haustveðrið, sólina skýna og allt svo yndislegt. Hlusta á Ný dönsk á rás 2 og einhverjar skemmtilegar umræður sem ég man ekki lengur um hvað voru. Allar tegundir og gerðir af fólki í strætó, held að ég hafi aldrei farið í strætó án þess að sjá einhvern furðulegan.
Talandi um furðulegt fólk, ég fór með kennaranum mínum og iðjuþjálfa í heimilisathugun heim til eldri borgara sem er að útskrifast heim af spítalanum og allt var nú gott og blessað með það nema hvað. Við tókum leigubíl báðar leiðir og sá sem keyrði okkur til baka hefur nú einhverntíman orðið stopp á undarlegri plánetu og komið skrítinn til baka!!! Hann var með svona hárgreiðslu eins og Rod Stewart og með svona skemmtilegt púff í hnakkanum, sólgleraugun voru stór og dökk og náðu yfir mest allt andlitið. Ég sat afturí og fékk alveg störu á hnakkann á manninum, hárið var svona aflitað hvítt einhvernvegin og var ekki alveg að passa við mann 40+ ára. Við ókum svo sem leið lá í Fossvoginn og stoppuðum þar, við vorum með göngugrind í skottinu sem hann náði í og rétti mér, um leið og hann rétti mér hana leit hann á mig og sagði: "gjörðu svo vel........og hafðu það nú gott í dag" Ég vissi nú ekki alveg hvað var að gerast og sagði bara takk fyrir kærlega og átti bágt með að halda aftur af hlátrinum.
posted by Sibba at 8:04 e.h.
|
~|=|~
|