![]() |
Alltaf gaman þegar nýjir bloggarar bætast í hópinn, Herdís er hér með boðin velkomin í netheima!
Annars óskup lítið að gerast þessa dagana, ennþá er voða rólegt hjá okkur nemunum á Reykjalundi en það mun verða breyting á í næstu viku. Það verður voða gott þegar maður verður kominn með sína eigin stundaskrá með tímana sína og sjúklingana. Annars er Kíkí búin að koma öðru eggi í heiminn, úff ég veit ekki hvað er að gerast!! Spurning um að skella Nóa súkkulaði í búrið til hennar svo hún geti nú búið til alvöru páskaegg svona í tilefni súkkulaðihátíðarinnar!! posted by Sibba at 5:42 e.h. |
Jæja þá er verknámið byrjað og mér lýst bara rosalega vel á. Enginn smá munur á skipulaginu þarna og svo í Fossvoginum! Fyrsta vikan verður bara róleg og við að kynnast húsinu og allri starfseminni í því, við fáum svo sjúkling í næstu viku og förum að gera alveg heljarins skoðun og skipuleggja prógram fyrir hann. Verður örugglega rosalega gaman og við vonumst til að læra alveg helling.
Það er líka svo ótrúlega ljúft líf að koma heim uppúr fjögur á daginn og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af bókalestri, geta bara farið í ræktina, dundað sér við að elda og gert það sem mann langar til. Að vísu er nauðsynlegt að fara að snemma að sofa þessa dagana því við leggjum af stað rétt fyrir hálf 8 og hittumst allar uppi í B og L og förum á einum bíl upp á Reykjalund - mjög hentugt. Við skelltum svo í eitt stykki skattaskýrslu í gærkvöldi, tók bara merkilega stuttan tíma enda er svo ótrúlega þægilegt að gera þetta bara á netinu. Annars gerðu þau undur og stórmerki í gærkvöldi að Kíkí verpti eggi!!! Ég hélt bara að við yrðum ekki eldri þegar við tókum eftir því að það lá egg á botninum í búrinu, höfðum ekki hugmynd um hvernig í ósköpunum þetta gæti nú gerst og hvað við ættum eiginlega að gera við eggið. Við vissum ekki að páfagaukar hefðu þann hæfileika að verpa eggjum án þess að hafa kall til að hjálpa til við þetta, en svona lærir maður alltaf eitthvað nýtt um lífið. Þess má svo geta að þetta er víst alveg eðlilegt hjá páfagaukum að þeir verpi svona uppúr þurru á vorin en ég hef ekki glóru af hverju! Ég hef samt átt páfagauka í samtals 12 ár og hef aldrei lent í svona uppákomu. Skemmtileg tilhugsun samt að hún hafi verið með hríðir á meðan við dunduðum við skattmann!! posted by Sibba at 8:16 e.h. |
Allt bara orðið hvítt!!
Mig dreymdi snjó í alla nótt, þegar ég leit út í morgun þá var allt orðið hvítt og núna er snjókoma!! Hvað er eiginlega að gerast með veðrið..........ég hélt að það væri búið að ákveða að vorið kæmi snemma þetta árið svo ég gæti notið þess próflaus!! Nú finnst mér vera kominn janúar en ekki næstum apríl :( Það er samt ekki öll von úti enn, á ekki að fara að hlýna aftur á morgun? posted by Sibba at 10:53 f.h. |
Agalega ljúft líf að vera búin með prófin!! Dundaði mér við að taka til og stússast í gær, ásamt því að fara í klippingu, þrífa bílinn, kaupa afmælisgjöf, kikka á Laufeyju og Gulla og slúttaði svo deginum með því að horfa á Friends og Idol. Alveg snilldar dagur!! Ætla svo að drífa mig í ræktina á eftir, ég er búin að hlakka til í marga marga daga að hafa loksins tíma til að fara laugina. Kannski ég rölti bara í búðir í leiðinni, kallinn er að hjálpa Ásgeiri að breyta landanum sínum svo ég er laus við hann í dag hehe
posted by Sibba at 11:58 f.h. |
Jæja ég dundaði mér við smá breytingar á síðunni eins og sjá má. Ef einhver er bloggsnilli og er til í að segja mér hvernig maður losnar við auglýsinguna og hvernig maður setur mynd inní bloggið sjálft (eða hvar ég finn hvernig á að stilla myndina af) þá er það vel þegið (Aldís þú liggur undir grun - fínar myndirnar þínar - blikk blikk =)
posted by Sibba at 8:40 e.h. |
Loksins, loksins.....
...prófin búin =) Mér líður bara eins og ég sé ekki búin að sofa í fleiri fleiri daga er orðin svo langþreytt. Prófið gekk bara sæmilega held ég, amk þar til annað kemur í ljós! Svo er bara frí þar til á mánudaginn þegar verknámið á Reykjalundi tekur við, verður vonandi ljúft líf og vonandi á ég eftir að læra heilan helling. Treysti á þetta verknám til að kenna mér að gera almennilega skoðun sem ég sé ekki fram á að læra annarsstaðar, og þá sérstaklega ekki í skólanum. Þangið til ætla að ég að njóta þess að slappa af og gera það sem mig langar til. Ætla að fara og endurnýja kortið mitt í ræktina á morgun, úff get ekki beðið eftir að fara að hreyfa mig aftur, það er sko alveg kominn tími á það. Veitir heldur ekki af því að koma mér í almennilegt form. Kvöldinu verður samt bara eytt fyrir framan sjónvarpið með nammi í poka og MEÐ GÓÐRI SAMVISKU TAKK FYRIR =D posted by Sibba at 8:00 e.h. |
Ég varð svo að tékka á tengdafjölskyldunni líka ;)
Það er eitthvað með okkur hjúin að vilja umgangast systkyni okkar mikið!!!!!!!!!!! Skemmtileg tilviljun =D Er ekki alveg að skilja þetta boyfriend dæmi en hann umgengst líka bara systu hehe posted by Sibba at 7:52 e.h. |
Var að eignast nýja fjölskyldu hehe
Er frekar sátt við foreldrana, held samt að ég eigi meira sameiginlegt með pabba heldur en mömmu, úfffffff á geggjaðan bróðir (ætli mar geti skipt honum út fyrir boyfriend!!) en leiðinlega systur!!! Svo er ég ekki alveg klár á því hver vinur minn er en ég umgengst líka bara brósa hihi. posted by Sibba at 7:46 e.h. |
Var að enda við að skrá mig á lokaárið í sjúkraþjálfun - styttist í maður þurfi að vera fullorðinn
Útskrift í júní 2005 ef allt gengur sinn vana gang - ótrúlegt hvað tíminn líður!! posted by Sibba at 12:13 e.h. |
Bara eitt eftir..
..loksins er farið að sjá fyrir endan á þessari prófatörn. Sjúkdómarnir kláruðust í morgun, gekk bara ágætlega en var nú ekki alveg sátt við allar spurningarnar í barnasjúkdómahlutanum. Sé ekki alveg tilgang fyrir sjúkraþjálfara að vita um viðbrögð einhverra ákveðinna fruma í astmakasti! Th-1 frumuviðbragð nánar tiltekið. Ég var ekki í tímanum þar sem var talað um þetta og ekki stafur um þetta í glósum. Kennarinn minnsti samt á í tíma að þetta væri nú sérdeilis nauðsynlegt að kunna, hann (frekar en aðrir læknar) veit greinilega ekkert um sjúkraþjálfun en ég verð að viðurkenna að það er löngu hætt að koma mér á óvart hvað fólk veit ekkert um sjúkraþjálfara og þeirra starf. Sem er að vissu leyti gott mál því það fólk hefur þá aldrei slasast eða veikst alvarlega né þeirra nánustu sem hlýtur að vera jákvætt. Dreif mig út í göngutúr áðan og rölti í kringum Elliðavatnið, hitti heilan helling af hestum og hundum auk tveggja rjúpna og álfta. Sá líka blindan mann úti að ganga með blindrahundinn sinn, fylgdist með þeim í smá tíma og það var alveg ótrúlegt að sjá hvernig hundurinn vinnur. Langaði svoldið að elta þá allan göngutúrinn þeirra því mig langaði að vita hvernig hundurinn kæmi þeim heim aftur og hvernig hann vissi hvað eigandinn vildi labba langt. Hljóta að vera ótrúleg bönd á milli þeirra. Annars var alveg frábært að komast út í góða veðrið og aðeins út fyrir bæinn burt úr steypuflóðinu. Langar nú samt ekkert mikið til að byrja að lesa fyrir næsta próf og á örugglega ekki eftir að gera neitt í dag en ég verð þá bara duglegri á morgun í staðinn! posted by Sibba at 4:55 e.h. |
Tölfræðin búin....
....aldrei aftur tölfræði vúhúúúú =) Lokaverkefnið gekk bara skítsæmó, tölvan fraus og ég þurfti að gera allt uppá nýtt sem ég var búin að gera. Er nokkuð viss um að elskulegur kennari tekur tillit til þeirra tafa ;) Þannig að nú eru það sjúkdómarnir - lungu, hjarta og börn. Hjarta og börn eru skemmtileg en lungu eru horror. Þó ég reyni að troða einkennum, meðferð, skoðun og skilgreiningu fyrir hvern sjúkdóm inní hausinn á mér með eyrnatappa svo leki ekki út þá bara festist ekkert! Svona gerist þegar ég hef ekki áhuga á því sem ég er að lesa =( posted by Sibba at 11:29 f.h. |
Bara leiðindi
Þegar maður er farinn að hlakka til að lesa töl- og aðferðafræði þá er maður djúpt sokkinn í leiðindum lungnasjúkdóma! Hver stendur annars fyrir þessu veðri úti, er búin að hafa dregið fyrir eldhúsgluggann í allan dag svo ég sjái ekki góða veðrið, ósanngjarnt! posted by Sibba at 5:31 e.h. |
Fyrsta prófið búið
Var í verklegu liðlosunarprófi í dag, var heppin með verkefni og gekk bara mjög vel. Prófdómarinn var alveg rosalega yndæll, við í bekknum erum öll mjög hrædd við prófdómara eftir skassið sem var í verklega rafmagnsfræðiprófinu svo að aðalmálið fyrir hvert próf er prófdómarinn! En þetta fór nú allt vel. Svo er töl-og aðferðafræðin á fimmtudaginn og sjúkdómafræði á laugardaginn svo það er engin pása! Annars meira hvað er gott veður úti núna, ég er samt rosalega fegin að vera í prófum núna en ekki í maí as usual. Það verður alveg örugglega gott veður í apríl og maí og svo á maður líka páskana fyrir sig. Engar ritgerðir eða próflestur eða neitt, bara páskaegg og frí.....ekki slæmt! Maður er alltaf að eignast meira og meira líf svei mér þá! posted by Sibba at 7:56 e.h. |
...fyrsti Magic ársins er kominn í hús..
....og það þýðir bara eitt.......að próflestur er hafinn fyrir alvöru. Það er nefnilega ekki drukkið neitt kaffisull á þessu heimili =) Alveg er það tíbískt annars að það sé geggjað gott veður úti þegar maður þarf að vera á fullu að lesa, langar þvílíkt út en fer ekki lengra en í búðina að versla Magic. Tók annars eftir því að það eru nægar Magic birgðir í búðinni núna - hrós fyrir það - greinilegt að verslunarstjórinn er búinn að fá nóg af kvörtunum okkar Laufeyjar þar sem við erum búnar að tuða yfir Magic leysi 2x nokkrar vikur á ári í nokkur ár. Jamm, segi þessu Magic bloggi lokið í bili, liðlosun og hjartasjúkdómar bíða...... ......later. posted by Sibba at 6:41 e.h. |
...loksins...
...búin með félagsfræðiverkefnið. Var að enda við að prenta út 10 bls meistaraverkið okkar Lindu og Halldóru. Þá er bara eftir að semja smá fyrirlestur uppúr því og málið er dautt. Þess má geta að nú eru rúmir 4 sólarhringar þar til ég mæti í fyrsta verklega prófið, er sett um 2 leytið á mánudaginn í liðlosunarprófið. Þá eru ca 3 1/2 sólarhringur í niðurgang og væl! Gaman aðessu. posted by Sibba at 9:57 f.h. |
...long time no seen...
Jamm ég hef barasta ekkert bloggað í meira en viku takk fyrir. Er bara búin að vera að lesa og gera verkefni undanfarið, er að gera tölfræðiverkefni núna og við Halldóra og Linda erum að bögla saman félagsfræðiverkefni sem er allt að smella. Það góða við þetta tölfræðiverkefni er að það er það síðasta fyrir lokaverkefnið svo þessi gleði er loks að taka enda, má samt eiginlega ekki enda fyrr en ég er farin að skilja amk smá svo ég geti nú eitthvað á lokaverkefninu. Annars er mín að fara í verknám á Reykjalund...................JÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍHHHHHAAAAAA.............er ekkert smá ánægð, verð með Halldóru og Ingu og það er nú ekki slor félagsskapur. Er bara farin að hlakka til og alles! Já og svo er ég líka komin með vinnu í sumar á Hrafnistu fjórða sumarið í röð (hvern hefði nú grunað það!) búin að láta Bryndísi og Ósk rífast í launadeildinni (eins og öll hin sumurin) svo þetta er allt eins og það á að vera. En svo er líka farið að styttast í próf, er nú búin að vera voða dugleg að lesa sjúkdómafræðina og er búin að frumlesa hana alla, svo fer næsta helgi í að æfa fyrir liðlosunarpróf sem er á mánudaginn svo stressið er allt að koma. Jiminn hvað verður gott þegar þessi próf eru búin og maður getur farið að njóta vorsins og lært eitthvað af viti í verknáminu. Í lokin má geta þess fyrir þá sem sýndu blómaræktun á svölunum mínum síðasta sumar mikinn áhuga að ég er búin að skella niður fræjum fyrir blóm komandi sumars í potta hjá múttu. Stefnir allt í góða uppskeru =) Men mig langar í sumar, sól og engar skólabækur. posted by Sibba at 11:58 f.h. |
|