![]() |
Ég var að skella inn nokkrum myndum frá því að við fórum norður um þarsíðustu helgi. Ætlaði að setja inn með hinum myndunum en netið er svo ógurlega leiðinlegt að ég hefði verið nokkra daga að því. Myndirnar komu svo í öfugri röð en það skiptir nú ekki neinu. Við vorum á Akureyri á föstudagskvöld og laugardag, fórum á handverkssýninguna að kíkja á pabba, kíktum út í Hrísey, á Dalvík, rúntuðum um Akureyri og fórum á línuskauta á Akureyri. Heljarins ferð og voða gaman. Fórum svo á Húsavík á sunnudeginum og kíktum á pabba Bjarts og fórum með honum í sjóstangveiði, komum með fullt af ýsu og þorsk í bæinn sem verður etið síðar. Sibban veiddi stæðsta fiskinn, pabbi Bjarts flestu fiskana en Bjartur var sá eini sem veiddi karfa svo hann átti heiðurinn af eina rauðhaus ferðarinnar, hann veiddi svo líka tvo í einu (það þarf nauðsynlega að koma fram (",)).Við erum svo búin að vera ansi duglega í fríinu okkar, það er búið að gera við svalirnar og búið að grunna þær fyrir málun, búin að kaupa skáp í forstofuna og setja hann upp, búin að kaupa ljós á baðið og skella því upp og búið að bóna parkettið. Svo erum við að vinna í að fá alla pappíra fyrir greiðlsumatið en það tekur nú alveg smá tíma en allt er þetta voða gaman!
posted by Sibba at 9:55 e.h. |
Hjúin flott á hestbaki
![]() ![]() Er að prófa hvernig ég get skellt inn mynd, virðist bara ætla að takasta svona líka vel! Flottur dagur í dag, við Laufey löbbuðum í Nauthólsvíkina og fengum okkur einn öl á Kaffi Nauthól, flatmöguðum svo í sandi og sól og röltum okkur svo heim aftur. Bara snilld! Svo var síðasti vinnudagur þessa sumars í gær, það er bara frábært að vera komin í mjög svo kærkomið frí. Bjarturinn er líka í vikufríi og hann byrjar fríið sitt á að eyða ca 12 tímum í að stússast í Opelnum, alveg honum líkt (",) Annars er sumarfríið lítið planað, ætlum að klára að gera við svalirnar og kannski mála herbergið svo allt verði nú fínt og flott ef okkur skyldi detta í hug að kaupa höll og selja slotið einn daginn. En ef verðrið heldur áfram að verða svona gott þá nennir maður nú ekki að hanga inni heldur eru línuskautarnir og bjórinn málið (",) posted by Sibba at 6:08 e.h. |
Ekki alveg dáin!!
Hef barasta ekki nennt að blogga undanfarið samt alveg nóg að gerast það er ekki það. Við erum að fara að leggja íann norður núna eftir smá. Ætlum að kíkja á mömmu og pabba en kallinn er að sýna smíðadótið sitt á handverkssýningunni á Hrafnagili í Eyjafirðinum. Svo er stefnt á að kíkja á pabba Bjarts á Húsavík og kannski fara með honum útí Flatey á Skjálfanda en það fer allt eftir veðri og vindum. En mikið ógurlega verð ég fegin að komast út úr bænum, er alveg búin að fá mig full sadda af steypu og malbiki, er ekki hönnuð fyrir þetta ógeð (",) svo er bara að vona að sólin haldi áfram að skýna fyrir norðan næstu 2 dagana, ætla svo að stinga henni í vasann og taka með suður. posted by Sibba at 4:40 e.h. |
|