![]() |
Flensuhátíð!
Það hefur nú lítið skemmtilegt gerst hjá okkur hjúunum síðustu dagana. Ég er búin að vera með þessa fínu flensu síðustu dagana, held að ég hafi fengið alveg spes skemmtilega útgáfu af henni. En ég er öll að koma til og er farin að geta húkt yfir bókunum á ný. Ljótu fréttirnar eru samt þær að ég missi af Þjálfa árshátíðinni í kvöld sem er eitt af mínum uppáhaldsdjömmum og mun Þjálfa árshátíðin sem haldin var í Vogunum um árið verða lengi í minnum höfð fyrir skemmtileg heit og tuðruspark (",) Fyrir þá sem ekki vita þá er Þjálfa árshátíðin önnur af tveim árshátíðum okkar sjúkraþjálfunarnema, er óformleg þar sem kjóll og hvítt er ekki málið heldur óvissuferð og djammstuð. Já það dugir ekkert nema tvær árshátíðir á ári fyrir djammglatt lið! Ég ætla nú samt að reyna að komast í vísindaferðina í kvöld sem er fyrir árshátíðina, það er stefnt á Orkuhúsið og mig langar ægilega mikið til að fara með og skoða. Svo er allt vitlaust að gera í verkefnavinnu, og enn vitlausara hjá mér útaf flensustússinu, en þetta mun nú allt fara vel að vanda - veit ekki alveg hvenær ég á að lesa fyrir prófin áður en prófavikan sjálf byrjar en miðað við hvað ég er búin að sofa mikið síðustu dagana þá ætti ég að eiga inni nokkra auka vökutíma á hverjum sólarhring! Bjarturinn er á fullu að vinna og í aukavinnu, er svo á leiðinni á pöbbarölt í kvöld og í Land Rover ferð með B&L á morgun þannig að ég þarf litlar áhyggjur að hafa af honum greyinu. Við erum annars búin að ákveða að hittast 6. nov og fara á tónleikana með Nýdönsk og Sinfó og Linda og Ottó ætla að skella sér með okkur - það verður alveg pottþétt gaman og ég er farin að hlakka til. posted by Sibba at 1:31 e.h. |
![]() Og svo ein af drengnum með Öxarárfossinum, stelpan nennti ekki að greiða sér þennan morguninn og skellti því upp forláta Toyota húfu til að fela strýið......myndir af frúnni eru því ekki til sýnis úr þessari ferð...........drengurinn verður að nægja enda mun fegurri en frúin (",) ![]() posted by Sibba at 1:55 e.h. |
![]() Fína myndin hér að ofan er svo af Bjart með Þingvallavatnið í baksýn, takið sérstaklega eftir hattinum sem Dassi vinnufélagi hans á..............sérstakur Land Rover hattur takk fyrir góðan dag..........hjartað hans Bjarts slær ennþá grænu Land Rover lituðu blóði þrátt fyrir að Landinn sé seldur og við á rauðum almúgabíl!! ![]() posted by Sibba at 1:51 e.h. |
Við Bjarturinn kíktum á Þingvelli í gærmorgun, hvað er betra en sunnudagsganga á Þingvöllum ásamt tugum erlendra ferðamanna? Þetta var bara hin besta ganga og röltum við um Almannagjánna, skoðuðum útsýnið og stoppuðum við Öxarárfoss. Fórum svo suðurleiðina heim, framhjá Sogsvirkjun og hinni virkjuninni sem ég get ekki munað hvað heitir! Það eru svo all svakalegir sumarbústaðir þarna á þessum slóðum, eiginlega bara sumarvillur en ekki bústaðir. Það er ekki hægt að kalla 200 fm timburkofa með palli, potti og fótboltavelli "bústað"! Annars er ansi spes og lítið svona sumarbústaða (ekki sumarvillu) hverfi svona suðaustan við Þingvallavatnið rétt áður en maður kemur að Sogsvrikjuninni. Þetta minnti mig svoldið á hjólhýsahvefið á Laugarvatni þar sem er búið að skella upp götuheitum og öðrum þægilegheitum. Húsin eru svo hvert öðru minna og svo stutt á milli að varla er hægt að parkera bíl á milli kofanna.......ansi hreint spes.
![]() posted by Sibba at 1:49 e.h. |
Löng bloggpása
Já þetta er bara búin að vera ansi hreint löng bloggpása, það er búið að vera ormhreinsa tölvuna eins og þarf víst að gera við flest önnur húsdýr og hún er nú sem ný. Við höfðum það rosa gott í sumarfríinu enda ekki annað hægt í góða veðrinu, íbúðin er núna klár í sölu þegar við finnum eitthvað sem okkur langar í sem verður vonandi á þessari öld, greiðslumatið klárt en spurning hvað við gerum með það fyrst bankarnir eru farnir að slást um að lána manni peninga. Svo er skólinn náttúrlega byrjaður og byrjaði svona líka ansi vel, eyddi nokkrum dögum í að búa til grautleiðinlegan fyrirlestur um rannsóknaraðferðir í sálarfræði, allt sem maður þarf að vita til að verða hæfur sjúkraþjálfari ef einhver efaðist um tilganginn! Morgundeginum verður svo eytt í Kaplakrikanum að hvetja FH stelpurnar til sigurs í síðasta leiknum í deildinni, eins gott að þær vinni til að halda sér upp í deildinni. Allir á völlinn!! posted by Sibba at 5:15 e.h. |
|