![]() |
![]() Við fórum í dágóðan hjólatúr með Selmu og Sigga í kvöld. Fórum á Þingvelli, niður með Soginu og þaðan á Selfoss þar sem etin var dýrindis pizza á Hróa, brunuðum svo Hellisheiðina í bæinn. Veðrið eins og best verður á kosið og við skemmtum okkur vel ![]() posted by Sibba at 10:57 e.h. |
![]() Lára og Ágúst giftu sig þann 16.júlí og Bjartur var bílstjórinn þeirra á þessum líka svakalega flotta Buick ´48 ![]() posted by Sibba at 10:53 e.h. |
![]() Ég er mikið fegin að vera ekki í London þessa dagana. Rétt fimm vikur síðan við vorum þarna svo þetta er ansi nálægt manni. Hótelið okkar var rétt hjá Paddington stöðinni og hún er rétt hjá Edgware Road stöðinni þar sem sprengingar urðu. Við fórum ansi oft með lest í gegnum þessa stöð þó svo við hefðum aldrei farið inn eða út úr lest þar. Oft þegar við vorum á röltinu gengum við þessa götu (Edgware Road) þar sem hún var ca 5 mín labb frá hótelinu og á henni eru margar búðir sem var gaman að skoða í glugga, mikið af veitingastöðum og fínir stórmarkarðir til að versla daglega nartið. Ég kunni samt aldrei sérstaklega vel við umhverfið á þessari götu og sérstaklega ekki þegar var farið að rökkva á kvöldinn því það var svo mikið af aröbum þarna. Ekki að ég hafi eitthvað á móti þeim en ég þekki ekkert þeirra menningu svo maður veit ekki hverju maður getur átt von á. Við fórum þessa götu í fyrsta skiptið um kvöld og ég hafði á orði við Bjart hvað væri mikið að Líbönskum veitingastöðum þarna og hjá flestum þeirra sátu menn fyrir utan að reykja einhverjar stórskrítnar pípur. Mér leist svo ekki á þegar við gengum fram á Islamic Bank of London!! Þetta var svo hið indælasta hverfi í dagsbirtu þegar fór lítið fyrir mönnum með skrítnar pípur (",) posted by Sibba at 10:18 e.h. |
Magapína og leiðindi.....
.....er komin yfir það að leiðast og farið að drepleiðast á milli þess sem páfinn er blessaður á keramikinu (eins gott að það var kosinn nýr fljótt). That´s all folks posted by Sibba at 4:05 e.h. |
|