![]() |
...hjartsláttartruflanir...
Fallega fartölvan mín er við það að hverfa í gröfina sína þessa dagana. Eitt kvöldið sátum við tvær saman í ró og næði og skoðuðum netið þegar allt í einum heyrðist púff og upp kom gluggi sem sagði að eitthvað væri að minninu í henni. Eldri tölvur eiga því greinilega ýmislegt sameiginlegt með eldra fólki (",) Í ljós kom sambandsleysið við harða diskinn svo það styttist í andlátið. Upp hófust miklar björgunaraðgerðir til að bjarga SÞ kerfinu (allt sjúklingabókhaldið!!), ca 2000 myndum ásamt öðru minna mikilvægu og öllu var bjargað mér til ómældrar ánægju. Við erum að tala um að ég gat ekki sofið nóttina eftir þetta skyndilega minnistap af ótta við að þurfa að eyða næstu vikunum í að endurnýja allt í SÞ kerfinu!! Svo það er einungis til hátíðarbrigða sem kveikt er á silfurlitaða fáknum og stundirnar rifjaðar upp. Alveg ótrúlegt hvað maður er háður tölvum og netinu, finnst það nánast hálf sorglegt. Þannig að síðustu vikuna hefur farið lítið fyrir nethangsi, spjalli á msn og enn minna fyrir að skoða tölvupóst. Helgin hefur annars verið góð, Edda tengdó er í bænum og í tilefni þess að hún átti afmæli á föstudag borðuðum við góðan mat og höfðum það huggulegt. Við fórum svo snemma í háttinn því laugardeginum eyddum við í Land Rover ferð í boði B&L. Veðrið var alveg yndisleg, ferðafélagarnir enn yndislegri og dagurinn því í alla staði frábær. Segi þessum pistli hér með lokið, vona að fákurinn hafi það af að pósta honum á netið. posted by Sibba at 2:23 e.h. |
....bókalestur....
Ég kláraði fyrir nokkrum dögum eina af betri bókunum sem ég hef lesið en það er Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur. Rakst á viðtal við hana á mbl áðan þar sem hún talar um bókina og segir aðeins frá innihaldi hennar. Ég bíð spennt eftir næstu bók sem verður vonandi jafn spennandi og skemmtileg aflestrar og þessi. Annars gengur helgarpössunin vel. Klettur er hinn mesti ljúflingur og þau perluvinir. Ég er ótrúlega undrandi að Papey skuli hleypa honum í dótið sitt því hún er lítið fyrir að deila sínu þessi elska. posted by Sibba at 2:38 e.h. |
![]() Jæja gott fólk. Um helgina verður ekkert smá stuð í Kjarrmóanum því við verðum með Klett sem er bróðir hennar Papeyjar í pössun og þá er sko stuð, þannig að ef við verðum útnöguð og slefuð þá er þetta ástæðan. Hjá mér er stærðfræðipróf á mán. og það verðun nú gaman því ég elska stærðfræði eða hitt þó en þetta er víst nauðsynlegt. Bæjó í bili Bjarturinn posted by Bjarturinn at 3:21 e.h. |
![]() Hefur þú hugsað um það hvað allt í kringum þig er flókið? T.d. eru í raun 3 gerðir af súrefni þ.e. O-súrefnisatóm- er mjög eitrað og ætandi vegna rafeindaskipunnar. O2 -súrefnissameind - súrefni- lífsnauðsinlegt O3 - Óson- blokkar UV geisla í heiðhvolfi. Þetta er magnað, ekki satt??? Kv Bjarturinn posted by Bjarturinn at 12:45 e.h. |
![]() ![]() ![]() Jæja við hjónin fórum í góðan hitting í gær. Við fórum í heimsókn til Önnu Heiðu og Kletts og þar voru einnig Íris og Kaldur og var þetta allveg frábært og svo var endað í pizzuveislu og stuði og var þetta kærkomin pása frá bókunum. Kv Bjarturinn posted by Bjarturinn at 1:02 e.h. |
![]() Er ekki pottþétt að allir ætla að kjósa Magna í nótt. Strákurinn þarf á okkar stuðningi að halda því hann er jú Magni OKKAR . Ég setti hér inn mynd af stráknum þegar hann var yngri en samt rokkaður. Kv Bjarturinn posted by Bjarturinn at 12:37 e.h. |
...og hana nú...
Bill Gates, forstjóri tölvurisans Microsoft, hélt eitt sinn fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum. Þar talaði hann um reglurnar ellefu sem þau myndu aldrei læra á skólagöngu sinni en þyrftu nauðsynlega að kunna til að komast af í lífinu. 1. Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því. 2. Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður er þú ferð að vera ánægður með sjálfan(n) þig. 3. Þú munt ekki þéna fjórar milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því. 4. Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til þú færð yfirmann. 5. Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum, þau kölluðu það TÆKIFÆRI. 6. Ef þú klúðrar einhverju, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna, “hættu þessu væli og lærðu af mistökunum”. 7. Áður er þú fæddist voru foreldrar þínir ekki svona leiðinlegir eins og þeir eru núna. Þeir urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldið þitt, þvegið fötin þín, þrifið til draslið eftir þig og hlustað á hvað þú ert cool og hallærisleg/ur. Svo áður en þú og vinir þínir bjargið regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt. 8. Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það ekki. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur, þannig er þetta ekki í atvinnulífinu. 9. Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan(n) þig. Gerðu það í þínum eigin tíma. 10. Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna. 11. Vertu vingjarnleg(ur) við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra. posted by Sibba at 10:03 e.h. |
Uss, ég er að verða brjálaður á þessari hel....... stærðfræði en það þýðir víst ekkert að hugsa svona því maður verður að vera bjartsýnn en stundum langar mig að ÖSKRA.
Kv Bjarturinn ![]() posted by Bjarturinn at 11:00 f.h. |
Long time no seen.....
Jæja við skötuhjúin ákváðum að tími væri kominn til að hressa aðeins upp á síðuna og ætlum við að reyna að vera duglegri að setja inn á síðuna. Hjá mér er allt brjálað að gera í skólanum og er þetta miklu meiri vinna en ég bjóst við enda held ég að 24 einingar séu slatti. Ég hef verið að leika mér svolítið á myndavélinni með frúnni og hendi ég hér inn myndum af fararskjótunum sem við vorum að leika okkur að taka. Glæsilegir fákar ekki satt? Og takið eftir því að Sibba stillir sér upp við Land Roverinn þannig að hún er búin að eigna sér hann!! Kv Bjarturinn posted by Bjarturinn at 11:15 e.h. |
|