![]() |
...ýsuflök á ensku!!
Hef ekki lent í því áður að þurfa að tala ensku í Hagkaup til að einhvur skilji mig, sök sér að einhver afgreiði á kassa sem ekki talar íslensku en ég er ekki alveg að höndla það að kaupa nætursaltaða ýsu í fisk/kjötborði og afgreiðslustelpan skilur ekki stakt orð í íslensku!! Minnti mig á þegar við Bjartur vorum á Subway í London og hann gat ekki munað hvernig átti að segja græn paprika á ensku og reddaði sér með "grín paprikka" (Sé enn í anda strákinn sem afgreiddi okkur hvað hann vorkenndi Bjart að eiga svona ömurlega kærustu sem emjaði af hlátri - endaði með því að við fengum subwayinn frían en það er ögn lengri saga og tengist lítið papriku vandræðum). Annars sé ég fyrir mér að pelsklæddu heldri húsmæðurnar hér í Garðabænum verði ekki par hrifnar af því að þurfa að kaupa í soðið á ensku - skiljanlega svo sem. posted by Sibba at 5:15 e.h. |
![]() skemmtilegt að hafa svona flottar dagssetningar tvisvar í röð! Skellti einni skemmtilegri mynd af Bjart og Papey með póstinum, þau voru að fara með einhvur gamanmál sem ég fékk ekki að heyra af. Helstu fréttir eru þær að við höfum ekki enn farið og heimsótt nýju nágranna okkar í IKEA við IKEA-braut. Bjartur suðar og suðar í mér að koma með sér svo ég læt nú sennilegast undan hvað úr hverju. Annars dreymdi mig ansi skemmtilegan draum í nótt þar sem aðalhetjan var sjálfur Tom Cruise, man að við Bjartur vorum að spjalla við kappann þegar ég spyr drenginn af hverju hann komi ekki í heimsókn til Íslands? Og með það vaknaði ég og ákvað að þetta hlyti að verða ansi góður dagur fyrst hann byrjaði svona ágætlega - enda var þetta hinn ágætasti dagur fyrir utan mislukkaðan kjúkling í kvöldmat sem var eitthvað dularfullur og skrítinn (aldrei að treysta bleika svíninu). Bjartur situr yfir lærdómnum alla daga og öll kvöld, reiknar ansi skemmtileg dæmi sem ég skil ekki baun í og er stolt af. Þegar ég var í skóla snérist stærðfræði um tölur en nú snýst hún um bókstafi - get fundið nánst allt stafrófið í einu dæmi. Tveir mánuðir til jóla - posted by Sibba at 8:40 e.h. |
|