| 
~|=|~miðvikudagur, mars 23, 2005
 
 
Passlega langt bloggfrí barasta.......jamm langt síðan ég hef lagt það á mig að bloggast!  Annars bara ekkert nýtt....dásamlegt að vera komin í páskafrí.  Alveg hreint ansi gott að vera í verknámi á Grensás samt, er að læra alveg fullt en verð nú að viðurkenna að ég verð mikið ánægð þegar það er búið og tími kominn til að setja lokahnykkinn á BS verkefnið og fara svo bara að vinna eftir smá frí - bara gott!!!
 Við ætlum bara að vera heima um páskana, engin ferð austur þetta árið.  Stefnan er sett á að vera heima og dunda sér, bjarturinn í skúrnum og ég í garðinum og eitthvað þarf maður nú að kikka á BSið.  Mér finnst nú alveg grautfúlt að komast ekkert út úr bænum en kannski ég reyni að draga kallinn eitthvað útfyrir stórgarðabæjarsvæðið svona rétt til að ná andanum - hata steypu og malbik!  Mér skilst nú að Garðabær sé örtstækkandi og eigi eftir að stækka einna mest af bæjunum á höfuðborgarsvæðinu og eftir nokkur ár mun ég ekki eiga heima í Garðabæ heldur í Garðaborg!
 .............er dottin inní Opruh..............
 
 posted by Sibba at 10:06 e.h.
 |
 
 
 
 |