| 
~|=|~sunnudagur, nóvember 19, 2006
 
 
 ..það er sunnudagsmorgun.......
 .........og allt á kafi í snjó - elska elska og elska.
 Vil hafa hvítan snjó lengi lengi og ekkert brúnt leiðinlegt slabb. Við skruppum aðeins í Heiðmörkina í morgun, ég á gönguskíðin og Bjartur og úlfurinn töltandi með - bara æðislegt!!
 Búin að moka fyrir okkur og nágrannana - dúleg.
 Góðverk 1: Drógum upp einn jeppling sem var búinn að vera fastur í hálftíma í Heiðmörkinni.
 Góðverk 2: Hjálpaði til við að ýta Golf á low profile (hreint ekki hentugt í snjóinn), bað stelpuna vinsamlega um að leggja bílnum í staðin fyrir að reyna að komast upp brekkuna hér fyrir utan. Ekki skrítið að það séu allir fastir í snjónum þegar fólk með bílana svona skóaða!
 
 Þess má geta að meðfylgjandi myndir eru ekki teknar í morgun heldur um síðustu helgi þegar kom smá hvítt sýnishorn.
 
 
  
 posted by Sibba at 12:42 e.h.
 |
 
 
 
 |